Iðgjald hækkar

15. júní 2017

Iðgjald hækkar
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Þann 1. júlí 2017 hækkar iðgjald í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði úr 12,5% í 14% af launum. Hjá sjóðfélögum, sem greiða í Almenna lífeyrissjóðinn og fá umsamda hækkun, verður iðgjald umfram 12% lágmarksiðgjald greitt í séreignarsjóð sem er laus til útborgunar frá 60 ára aldri. Sjóðurinn bendir á að sjóðfélagar, sem vilja greiða iðgjaldahækkun í samtryggingarsjóð, geta gert það samkvæmt 21. grein samþykkta sjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.