Iðgjöld hækka
16. júní 2016
Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5% af launum samkvæmt svokölluðum SALEK samkomulagi aðildarfélaga ASÍ og fleiri við SA. Hækkunin 1. júlí er fyrsta hækkunin af þremur en mótframlagið mun næst hækka um 1,5% þann 1. júlí 2017 og svo aftur um 1,5% þann 1. júlí 2018, eða samtals um 3,5% af launum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 1. júlí 2018.
Hjá sjóðfélögum í Almenna lífeyrissjóðnum, sem fá hækkun iðgjalda í takt við umsamda hækkun aðila á almennum vinnumarkaði, mun viðbótin greiðast í séreignarsjóð.