Kynning á frambjóðendum

16. mars 2015

Þrjú framboð hafa borist í tvö auð sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Eftirfarandi eru kynningar frá frambjóðendum sjálfum í stafrófsröð.

 

 

Ástríður Jóhannesdóttir

59 ára
Sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum

 

Náms og starfsferill

 • Læknanám HÍ, sérnám í svæfinga og gjörgæslulækningum Kaupmannahöfn og Lundi.
 • Hef starfað sem svæfingalæknir á Landspítala frá 1991 og verið verkefnastjóri á skurðstofum frá 2002.
 • Formaður í fjölskyldu og styrktarsjóðs lækna í 9 ár frá stofnun sjóðsins árið 2001 og tók þátt í að móta reglur sjóðsins.
 • Stjórnarseta í Almenna lífeyrissjóðnum frá 2012.
 • Hef staðist hæfniskröfur FME til stjórnarsetu í lífeyrissjóðum.

Ástæða framboðs

 • Hef setið í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins sl. 3 ár og hef  öðlast reynslu sem ég tel að muni nýtast til áframhaldandi stjórnarsetu.
 • Jafnframt er nýlega hafin vinna í stjórn sjóðsins um stjórnarhætti og verkferla. Ég hef tekið virkan þátt í því starfi og hef mikinn áhuga á að halda þeirri vinnu áfram.

 

 

 

Guðrún Torfadóttir

66 ára
Læknir

 

Náms og starfsferill

 • Lauk námi í Bandaríkjunum 1990
 • Vann aðallega í afskekktum læknishéruðum fyrstu ár eftir að námi lauk
 • Læknir á Hrafnistu í Reykjavík 2006-2013 þar sem áhugi á aðstæðum aldraðra vaknaði
 • Vann við öldrunarrannsókn Hjartaverndar í tvö ár

Ástæða framboðs

 • Áhugi á lífeyrismálum, sérstaklega þegar aldurinn færist yfir og heilsan bilar, en ég þurfti sjálf að minnka við mig vinnu vegna gigtar. Að hafa möguleika á að minnka við sig vinnu fyrr, þ.e. upp úr 50 ára aldri, að „hætta hægt“ að vinna og sinna áhugamálum með.
 • Vildi að sjóðurinn okkar gæti fjárfest í fasteignum, sem er ein besta langtímafjárfestingin á Íslandi.

 

 

 

Hulda Rós Rúriksdóttir

51 árs
Hæstaréttarlögmaður, starfandi í eigin fyrirtæki, Lögmenn Laugavegi 3, Reykjavík

 

Náms og starfsferill

 • Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1984,
 • Cand juris frá Háskóla Íslands 1991,
 • starfaði í 1 ár á fasteignasölu eftir útskrift,
 • frá árinu 1992 – 2000 hjá Sýslumanninum í Reykjavík,
 • fulltrúi á lögmannsstofu Atla Gíslasonar frá árinu 2000 – 2006,
 • sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1. mars 2006.

Ástæða framboðs

 • Hef mikinn áhuga á að koma að starfsemi lífeyrissjóðsins, sem undirrituð hefur greitt í frá upphafi.
 • Tel að þekking og reynsla geti nýst stjórn sjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.