Kynning á frambjóðendum

02. júní 2020

Kynning á frambjóðendum

Sjö bjóða sig fram í tvö sæti

Sjö framboð hafa borist í tvö laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en kosið verður á ársfundis sjóðsins 4. júní næstkomandi. Eftirfarandi er kynning frá frambjóðendum sjálfum í stafrófsröð.

 

 

 

 

 

Áslaug Elín Grétarsdóttir

33 ára
Lögfræðingur hjá NetApp Iceland

Námsferill:

 • Löggiltur fasteignasali, 2015
 • University of Southern California, Gould School of Law, LL.M. í lögfræði, 2014
 • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi, 2012
 • Háskólinn í Reykjavík, M.L. í lögfræði, 2011
 • Háskólinn í Reykjavík, B.A. í lögfræði, 2009

Starfsferill:

 • Lögfræðingur, NetApp Iceland ehf., 2020-
 • Viðskiptaþróunarstjóri, NetApp Iceland ehf., 2017-2020
 • Lögfræðingur, Greenqloud ehf., 2015-2017
 • Lögmaður, Lýsing hf., 2012-2013
 • Lögfræðingur, Lýsing hf., 2009-2012

Ástæða framboðs:

Ég hef ávallt haft áhuga á lífeyrismálum og starfsemi lífeyrissjóða. Í störfum mínum hef ég öðlast mikla reynslu í gerð og túlkun viðskipta- og fjármögnunarsamninga. Þá hef ég jafnframt unnið náið með stjórnum og stjórnendum fyrirtækja, komið að stofnun þeirra og sölu. Ég tel að menntun mín og reynsla komi sér vel til að takast á við krefjandi verkefni sjóðsins og býð mig því fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins.

 

Elvar Steinn Þorkelsson,

59 ára
framkvæmdastjóri og athafnamaður

Námsferill:

 • Stúdentspróf 1981, Eðlisfræðideild I, Menntaskólinn í Reykjavík
 • BS í tölvunarfræði 1985, California State University, Chico, USA
 • MA í viðskiptafræði (MBA) 2011, Kent Business School, Canterbury, UK

Starfsferill:

 • 1985-1988 Hugönnun, meðeigandi, hugbúnaðarþróun
 • 1988-1989 Lögþing, hugbúnaðarþróun
 • 1989-1991 Strengur, hugbúnaðarþróun
 • 1991-1995 Oracle Corporation, viðskiptastjóri á Íslandi
 • 1995-2002 Teymi hf., stofnandi og framkvæmdastjóri
 • 2003-2009 Microsoft Corporation, fyrsti framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, og síðan framkvæmdastjóri Information Business hjá Microsoft Russia (2006-2007) í Moskvu og framkvæmdastjóri Office Business í Mið-Austur Evrópu (2007-2009) með aðsetur í München.
 • 2012-2013 Capacent, viðskiptaráðgjafi hugbúnaðar- og leyfismála
 • 2013-2014 Nýherji hf., framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
 • 2014-2016 IMC Ísland ehf., framkvæmdastjóri
 • 2016-          Framkvæmdastjóri Gateway Digital ehf., stjórnarmaður í GetLocal ehf., sem þróar stafrænar lausnir fyrir ferðaþjónustuna, eigandi Teymi ehf. sem þróar og rekur launakerfið launa.is og ráðgjöf í tilfallandi verkefnum, sem m.a. hefur verið í kringum innleiðingu á 5G í dreifbýli á Íslandi.

Ástæða framboðs:

Sem sjóðsfélagi tel ég afar brýnt að stjórn Almenna búi yfir reynslu og þekkingu á upplýsingatæknimálum, hugbúnaðarlausnum og stafrænni framtíð. Þetta er og verður fyrirferðamikill póstur í útgjöldum Almenna á komandi árum, en að sama skapi áskorun um það hvaða upplýsingatækni og stafrænar umbreytingar er best að nýta hverju sinni til að ná þeim stefnumarkandi ákvörðunum sem stjórn tekur hverju sinni á sem bestan og hagkvæmastan máta. Hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til stafrænna áskorana í kringum innleiðingar á nýjum stafrænum upplýsingarkerfum og lausnum, sem gætu nýst Almenna til frekari sóknar og sérstöðu á íslenskum lífeyrismarkaði. Þarna get ég lagt mikið af mörkum, ásamt þekkingu minni og reynslu úr atvinnulífinu.

 

Hulda Sigurbjörnsdóttir,

39 ára löggiltur endurskoðandi.
Deildarstjóri fjárhagsbókhalds Landspítala.

Námsferill:

 • Hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2011
 • gráðu í Reikningshaldi og endurskoðun árið 2008
 • Cand.Oceon í viðskiptafræði í Reikningshaldi og endurskoðun 2007

Starfsferill:

 • Deildarstjóri fjárhagsbókhalds landspítala 2019 –
 • Yfirverkefnastjóri og hluthafi hjá Ernst & Young ehf. 2006-2019
 • Stjórn reikningsskilanefnd FLE 2017-2019, formaður árið 2019.

Ástæða framboðs: 

Ég býð mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum. Ég hef jafnframt öðlast mikla þekkingu á starfsfsemi bæði lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja í gegnum störf mín sem endurskoðandi á undanförnum áratug, sem ég tel að geti nýst bæði stjórn og sjóðsfélögum.

 

Magnús Bjarnason

56 ára
Ráðgjafi og einn eiganda MAR Advisors ehf

Námsferill:

 • B.Sc gráða í Viðskiptafræði, Nova Southeastern University 1987
 • MBA gráða, Thunderbird School of Global Management 1992

Starfsferill:

Frá September 2017 hef ég starfað sem ráðgjafi og einn eiganda MAR Advisors (www.maradvisors.is) sem veitir fyrirtækjum og erlendum stofnanafjárfestum ráðgjöf tengt fjárfestingum í  sjávarútvegi og innviðum. Ég hef reynslu af stjórnarsetum var t.d. stjórnarformaður Iceland Seafood þar til nýlega og hef setið í stjórnum Senu, Farice, MP banka, Seachill í Bretlandi, Gadus í Belgíu, Icelandic Iberica á Spáni:

 • Framkvæmdarstjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.
 • Forstjóri Icelandic Group.
 • Framkvæmdarstjóri markaðs- og viðskiptarþróunar Landsvirkjunar.
 • Framkvæmdarstjóri alþjóðasviðs Íslandsbanka/Glitnis, bar ábyrgð á alþjóðlegum lánveitingum í sjávarútvegi og innviðum.
 • Aðalræðismaður Íslands í New York,  viðskiptafulltrúi N.Ameríku, sendifulltrúi og staðgengill sendiherra í Kína árunum 1996 – 2005.

Ástæða framboðs: 

Ég tel mig hafa reynslu sem gagnast til áframhaldandi jákvæðarar þróunar sjóðsins og hef því ákveðið að bjóða mig fram.

Oddgeir Ágúst Ottesen

46 ára,
Lektor í fjármálum við Viðskiptadeild Háskóla Íslands

Námsferill:

 • 2007 Doktorspróf í hagfræði frá Kaliforníuháskólanum í Santa Barbara
 • 2001 BA próf í hagfræði með stærðfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands

Starfsferill:

 • 2020- Lektor í fjármálum við viðskiptadeild Háskóla Íslands
 • 2018-2019 Hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
 • 2014-2018 Integra ráðgjöf (eigið ráðgjafa fyrirtæki)
 • 2013-2014 Yfirhagfræðingur IFS greiningar (Vann einnig hjá IFS greiningu 2009-2010)
 • 2012-2013 Hagfræðingur á Fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands
 • 2010-2012 Sérfræðingur og síðar forstöðumaður á Lánasviði Fjármálaeftirlitsins.

Ástæða framboðs: 

Ég býð mig fram í stjórn Almenna vegna þess að ég hef brennandi áhuga á lífeyrissjóðsmálum og mig langar að láta gott af mér leiða á þeim vettvangi. Ég tel að þekking mín og reynsla geti nýst í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og að ég geti orðið hluti af öflugri stjórn sem þarf að takast á við krefjandi verkefni á komandi árum. Ég var í stjórn Almenna 2010 (en hætti eftir að ég hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu). Ég hef verið varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2019.

 

Ólafur Hvanndal Jónsson

64 ára,
sjálfstætt starfandi frá 2020

Námsferill:

 • Byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands, 1979
 • Rekstrar- og viðskiptanám frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, 2002
 • Hæfismat FME vegna stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum, 2014

Starfsferill:

 • Skeljungur hf., 1986 – 2019.
 • Trésmiðjan Víðir hf., framleiðslustjóri 1980 – 1985.
 • Í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2014, formaður stjórnar frá 2016.
 • Varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, 2012 – 2014.
 • Í Endurskoðunarnefnd Almenna lífeyrissjóðsins, 2009 – 2016.
 • Í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fyrir Samtök atvinnulífsins, frá 1998.
 • Í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara, 1998 – 2014.
 • Í stjórn Barks ehf., 2017 – 2019
 • Í stjórn Íslenska vetnisfélagsins ehf., 2015 – 2017.

Ástæða framboðs: 

Ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum og hef verið virkur þátttakandi í starfsemi Almenna lífeyrissjóðsins frá upphafi, bæði sem sjóðfélagi og í þeim trúnaðarstörfum sem ég hef gengt fyrir sjóðinn. Í störfum mínum og sem stjórnarmaður hef  ég tileinkað mér nákvæm og öguð vinnubrögð og öðlast víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel að muni nýtast til áframhaldandi stjórnarsetu í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Að starfa fyrir Almenna lífeyrissjóðinn er krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt.  Ég tel að reynsla mín komi að gagni í stjórn sjóðsins og býð mig því fram til áframhaldandi starfa.

 

Sigríður Magnúsdóttir

58 ára
Arkitekt og framkvæmdastjóri Teiknistofunnar Traðar ehf.

Námsferill:

 • 2017               Hæfsmat FME vegna stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum
 • 2010 – 2020 ISO-9001 vottun gæðastjórnunarkerfis Teiknistofunnar Traðar
 • 1982 – 1989  Helsingfors Tekniska Högskola nám í arkitektúr
 • 1986 – 1987  Arkitekthøgskolen i Oslo, gestanemandi
 • 1987              International Laboratory of Architecture and Urban Design, Siena, Ítalíu
 • 1982              Stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni

Starfsferill:

 • 2017 – 2020 Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, aðalmaður
 • 1990 – 2020 – Teiknistofan Tröð, stofnandi, eigandi, framkvæmdastjóri
 • 2016 – 2018 Stjórn Vistbyggðaráðs (nú Grænni byggð)
 • 2010 – 2015 Samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands
 • 2007 – 2010 Formaður Arkitektafélags Íslands
 • 2001 – 2005 Stjórn FSSA, Félags Sjálfstætt Starfandi Arkitekta
 • 1996              Telje-Torp-Aasen arkitektkontor as, Ósló
 • 1985              Gullichsen-Kairamo-Vormala, arkkitehtitoimisto, Helsinki
 • 1976 – 1981   Íshúsið í Bolungarvík, sumarstörf

Ástæða framboðs: 

Síðastliðin þrjú ár hef ég verið stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum. Á þeim tíma hef ég aflað mér þekkingar og reynslu á lífeyrismálum. Ég hef góða reynslu úr atvinnulífinu, rekið eigið fyrirtæki, Teiknistofuna Tröð. Á starfsferlinum hef ég fengist við krefjandi verkefni, aflað mér bestu mögulegrar þekkingar á viðfangsefninu og beitt henni við úrlausn verkefnisins ásamt gagnrýnni og skapandi hugsun. Í starfi mínu sem arkitekt eru langtímasjónarmið höfð að leiðarljósi og horft til þess hvernig mannvirkið þjónar sem best til langrar framtíðar. Stór hluti fjárfestinga tengist mannvirkjagerð, auknar kröfur eru um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og siðferðisleg viðmið. Ég býð fram krafta mína og þekkingu til áframhaldandi starfa í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.