Getum við aðstoðað?

Lög um fyrstu fasteign taka gildi 1. júlí

08. júní 2017

Lög um fyrstu fasteign taka gildi 1. júlí

Þann 1. júlí næstkomandi taka gildi lög um aðstoð við kaup á fyrstu fasteign. Samkvæmt þeim geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að safna skattfrjálst upp í útborgun eða inn á höfuðstól fyrstu fasteignar.  Óhætt er að mæla með því að nýta sér þennan skattaafslátt en í raun er um mjög gott tilboð að ræða af hálfu stjórnvalda. Smelltu hér til að lesa fræðslugrein um fyrstu fasteign.

Sama dag framlengist gildistími laga um séreign inn á lán en í tvö ár í viðbót geta almennir lántakar nýtt sér að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á höfuðstól lána. Þessi framlenging tekur gildi 1. júlí 2017 eða um leið og gildistími fyrri laga rennur út og gildir til 30. júní 2019.  Almenni er með sérstaka upplýsingasíðu um málið sem er að finna hér. Ganga þarf frá ráðstöfuninni á www.leidretting.is.