Ný lög um fasteignalán til neytenda

05. apríl 2017

Ný lög um fasteignalán til neytenda
Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Þann 1. apríl 2017, tóku gildi ný lög nr. 118/2017, um fasteignalán til neytenda. Þessi lög eru sérlög um fasteignalán til neytenda, en öll lífeyrissjóðslán Almenna heyra undir nýju lögin. Lögin taka við hlutverki laga nr. 33/2013, um neytendalán.

Nýju lögin, eins og lög um neytendalán, fela í sér skyldu til að gera greiðslumat og lánshæfismat og veita ítarlegar upplýsingar um lánaframboð. Tilgangurinn með því er að stuðla að ábyrgari lánveitingum og upplýstari ákvörðunum. Lántakendur þurfa að veita upplýsingar fyrir og við lántöku og lánveitendur þurfa að veita upplýsingar til lántaka áður en lánveiting á sér stað á sérstöku stöðluðu formi. Í staðlaða forminu eru m.a. upplýsingar um hlutfallstölu kostnaðar, greiðsluáætlun og  útlistun á öðrum réttindum og skyldum lántaka.

Á vef Neytendastofu er að finna nánari upplýsingar um nýju lögin sem hægt er að skoða með því að smella hér. Til að skoða nýju lögin eins og þau birtast á vef Alþingis er hægt að smella hér.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi nýju lögin eða annað sem varðar lífeyrismál þá geta ráðgjafar sjóðsins svarað þeim á sérstökum fundi, í síma 510-2500 í tölvupósti almenni@almenni.is eða á facebook síðu sjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.