Ný lög um neytendalán

01. nóvember 2013

Í dag, 1. nóvember 2013, tóku gildi ný lög um neytendalán en þessi lög eru víðtækari en fyrri lög. Í raun má segja að nánast öll lán sem einstaklingar taka heyri undir nýju lögin en áður giltu lög um neytendalán eingöngu fyrir lægri fjárhæðir og styttri lánstíma. Lífeyrissjóðslán heyra undir nýju lögin frá gildistöku þeirra. Lögin fela í sér skyldu til að gera greiðslumat og lánshæfismat og veita nákvæmari upplýsingar en áður en tilgangurinn með því er að stuðla að ábyrgari lánveitingum og upplýstari ákvörðunum. Lántakendur þurfa að veita meiri upplýsingar fyrir og við lántöku en áður þurfti og á móti þurfa lánveitendur að veita upplýsingar um hlutfallstölu kostnaðar og nákvæmari upplýsingar um metið lánshæfi lánsumsækjanda og burði til að standa undir nýja láninu.

Á vef neytendastofu er að finna nánari upplýsingar um nýju lögin en þar er einnig að finna bækling sem hægt er að skoða með því að smella hér. Til að skoða nýju lögin eins og þau birtast á vef Alþingis er hægt að smella hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.