Nýr launagreiðendavefur

04. janúar 2016

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur tekið í notkun nýjan launagreiðendavef. Nýi vefurinn er einfaldari í notkun en sá eldri, til að mynda er nú hægt að nota áður sendar skilagreinar sem fyrirmynd.

Innskráning á launagreiðendavefinn er  með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Forsvarsmenn launagreiðenda geta veitt einstaklinum, sem sjá um launamál og skil á iðgjöldum, aðgang að vefnum með sérstöku umboði í gegnum Þjóðskrá Íslands, sjá hér. Nánari upplýsingar um hvernig veita skal umboð eru á innskráningarsíðu vefsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.