Getum við aðstoðað?

Nýtt: Húsnæðissafn

24. nóvember 2016

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur stofnað Húsnæðissafn sem er ný ávöxtunarleið í séreignarsjóði.

Húsnæðissafnið hentar sjóðfélögum sem vilja nýta séreignarsparnað til að safna fyrir kaupum á íbúð og/eða greiða inn á húsnæðislán. Safnið var stofnað í framhaldi af samþykkt laga nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.  Lögin fjalla um skattfrjálsa úttekt séreignar­sparnaðar sem safnast hefur, til kaupa á fyrstu íbúð og/eða ráðstöfun sparnaðarins inn á lán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð.

Húsnæðissafnið fjárfestir að stærstum hluta í veðskuldabréfum (sjóðfélagalánum) og sértryggðum skulda­bréfum fjármálafyrirtækja og einnig í ríkisskuldabréfum og innlánum. Stór hluti eigna safnsins verður veðtryggður (70% í stefnu) og verðtryggður (60 – 80%).  Búast má við því að ávöxtun safnsins verði stöðug og að sveiflur (flökt) í ávöxtun verði litlar. Safnið hentar því vel fyrir húsnæðis­sparnað.

Safnið er opið öllum sjóðfélögum og hentar jafnframt þeim sem vilja litlar sveiflur í  ávöxtun og vilja að stærstur hluti eignasafns sé veðtryggður og verðtryggður.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um safnið. Smelltu hér til að gera samning með rafrænum skilríkjum við Almenna lífeyrissjóðinn um viðbótarlífeyrissparnað.