Getum við aðstoðað?

Oddur formaður, Hrönn varaformaður

21. mars 2014

Á fundi stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins þann 20. mars var Oddur Ingimarsson, læknir og viðskiptafræðingur, kosinn formaður stjórnar sjóðsins og tekur hann við af Sigurbirni Sveinssyni, heimilislækni, sem hættir í stjórn. Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone, sem setið hefur í stjórn frá árinu 2012, var kosinn varaformaður og tekur hún við af Sigríði Sigurðardóttur, arkitekt.  Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur, sem setið hefur í varastjórn frá árinu 2012, var kjörinn í aðalstjórn á ársfundi lífeyrissjóðsins þann 18. mars. Í varastjórn sjóðsins voru kjörnir þeir Davíð Ólafur Ingimarsson, forstöðumaður lánamála hjá Landsvirkjun og Pétur Þorsteinn Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins 2014-2015 er þá þannig skipuð:

Oddur Ingimarsson, formaður
Hrönn Sveinsdóttir, varaformaður
Ástríður Jóhannesdóttir
Ólafur H. Jónsson
Ragnar Torfi Geirsson
Sigríður Sigurðardóttir

Til vara:

Pétur Þorsteinn Óskarsson
Anna Karen Hauksdóttir
Davíð Ólafur Ingimarsson

Nánari upplýsingar um stjórn sjóðsins eru hér