Ólafur formaður, Oddur varaformaður

11. júní 2020

Ólafur formaður, Oddur varaformaður

Fyrsti fundur stjórnar Almenna eftir ársfund 2020 var haldinn miðvikudaginn 10. júní. Á fundinum var Ólafur endurkjörinn formaður stjórnar en Hulda Rós Rúriksdóttir sem verið hefur varaformaður gaf ekki kost á sér. Í stað hennar var Oddur Ingimarsson kosinn varaformaður. Oddur var kosinn í stjórn sjóðsins á ný árið 2019 eftir nokkurra ára fjarveru.

Aðrir í aðalstjórn eru þau Arna Guðmundsdóttir, Davíð Ólafur Ingimarsson og Hulda Rós Rúriksdóttir. Varastjórn skipa þau, Helga Jónsdóttir, Kristján Þ. Davíðsson og og Oddgeir Ottesen. Nánar er hægt að skoða upplýsingar um stjórn Almenna með því að smella hér.

Ólafur H. Jónsson
Oddur Ingimarsson

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.