Opið fyrir umsóknir
19. maí 2014
Sunnudag 18. maí var vefurinn www.leidretting.is opnaður af stjórnvöldum en þar er hægt að sækja um skuldaleiðréttingu og í lok maí um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán. Eftir því sem málinu vindur fram munum við birta af því fréttir hér á almenni.is.
Hámark hækkað
Samkvæmt nýju lögunum getur eintaklingur lagt 500 þúsund á ári í þrjú ár af viðbótariðgjöldum til séreignarsparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól húsnæðislána en hjón eða einstaklingar sem uppfylla skilyrði til samsköttunar er hámarksfjárhæðin 750 þúsund á ári. Hámarksfjárhæðin yfir þessi þrjú ár sem lækkunin nær til er því 1.500 þúsund fyrir einstaklinga en 2.250 þúsund fyrir hjón.
Frekari upplýsingar um séreign inn á lán má finna á sérstakri síðu sem Almenni lífeyrissjóðurinn hefur útbúið um málið.