Getum við aðstoðað?

Raunveruleikurinn fær góðar viðtökur

22. júní 2023

Raunveruleikurinn fær góðar viðtökur

Fjöldi vinninga tvöfaldaður

Viðtökur Raunveruleiks Almenna hafa farið fram úr björtustu vonum en hundruðir manna hafa lokið leiknum. Leikurinn þykir nokkuð snúinn en svara þarf þremur spurningum rétt í hverju af þremur þrepum og með hverju þrepinu þyngjast spurningarnar. Það er hins vegar hægt að gera eins margar tilraunir og þarf til að ljúka leiknum! Þessar tilraunir nýtast til þess að læra og kynnast hugtökum sem fólk notar almennt frekar lítið.

Kahoot kveikti hugmyndina
Þrátt fyrir að verið sé að ræða um eitt stærsta hagsmunamál fólks almennt þá er erfitt að vekja áhuga þess á lífeyrismálum, sérstaklega ungs fólks. Fyrir nokkru gerði sjóðurinn tilraun með að vera með Kahoot leik þegar háskólanemar komu í heimsókn. Þeim var tilkynnt í upphafi heimsóknar að þeir væru komnir í keppnisferð, tilgangur heimsóknarinnar væri að keppa í þekkingu um lífeyrismál. Við þetta breyttist stemningin og fólk fór að fylgjast betur með, það náðist að virkja keppnisskapið. Með Raunveruleik Almenna er ætlunin að þróa þessa léttu Kahoot-keppnis-stemningu og koma henni á netið.  Af viðtökunum að dæma hefur það tekist ágætlega.

Raunveruleikurinn í fullum gangi – fjöldi vinninga tvöfaldaður
Enn er hægt að taka þátt í Raunveruleik Almenna. Þar fá allir aðalvinninginn sem er ómetanleg fræðsla um lífeyrismál og fjármál. Hægt er að taka þátt í leiknum til miðnættis 6. júlí en þann 7. júlí verður dregið úr netföngum þeirra sem luku leiknum. Vegna frábærrar þátttöku hefur veri ákveðið að tvöfalda efnislegu  vinningana i leiknum þannig að nú vinna tveir heppnir 50.000 króna inneignakort (debetkort) hvor (í stað eins áður) og tíu manns geta unnið  tíu máltíða gjafabréf frá veitingastaðnum Local (í stað fimm áður), hvert að verðmæti 22.900 krónur. Um að gera að taka þátt, leika sér og læra um lífeyrismál um leið. Smelltu hér til að spila leikinn.