Sjálfstæð sjóðsöfnun

29. janúar 2013

Sækja grein

 

Sjálfstæðir atvinnurekendur, eins og aðrir, eru skyldugir til að greiða 12% í lífeyrissjóð. Iðgjaldið miðast við reiknuð laun sem stundum eru lægri en rauntekjur. Í nýrri fræðslugrein er fjallað um á hvern hátt lífeyrismál atvinnurekenda og almennra launþega eru frábrugðin og hvernig hægt er að sporna við þeirri kjaraskerðingu sem sumir sjálfstætt starfandi verða fyrir þegar þeir hætta að vinna vegna aldurs eða örorku.
Hægt er að smella hér til að skoða greinina ávefnum eða á hnappinn að ofan til að skoða greinina á pdf-sniði.

Eldri greinar
Í greinum sem birtust á fræðsluvef Almenna í október og nóvember 2012 er fjallað um áhugaverð málefni. Smelltu á nöfn greinanna til að skoða þær. Í greininni Lítill tími til að vinna upp sveiflur er fjallað um hvaða ávöxtunarleið hentar þegar líða fer að starfslokum og í greininni Eitt ár á lifeyri fyrir hver tvö unnin ár er fjallað um að miðað við íslenskar lífs- og örorkulíkur greiða lífeyrissjóðir lífeyri um þriðjunginn af ævi fólks eftir 25 ára aldur eða eins og titill greinarinnar segir til um eitt ár fyrir hver tvö unnin ár.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.