Sjö í framboði
14. mars 2024
Sjö manns eru í framboði um þrjú laus sæti í stjórn og varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Þrjár konur eru í framboði um tvö laus sæti kvenna í aðalstjórn en fjórir karlar og tvær konur eru í framboði um eitt laust sæti í varastjórn. Í varastjórn má kjósa konu eða karl. Búið er að opna síðu þar sem frambjóðendur kynna sig. Kosningin fer svo fram hér á heimasíðu Almenna frá kl. 12:00 þann 25. mars til kl. 16:00 þann 3. apríl 2024.
Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins og sjóðfélagar einir geta kosið í stjórn.
Smelltu hér til að skoða sérstaka kynningarsíðu um frambjóðendur.