Sjóðfélagavefur Almenna
04. júní 2018
Myndrænt streymi upplýsinga
Sjóðfélagavefur Almenna veitir hagnýtar upplýsingar á myndrænu formi. Á vefnum er að finna ítarlegar upplýsingar um inneign, réttindi, hreyfingar og lán settar fram á myndrænu formi. Hægt er að skoða eignasamsetningu, nota gagnvirkar reiknivélar til að gera sína eigin áætlun auk þess sem hægt er að breyta ávöxtunarleið og gera samning um viðbótarlífeyrissparnað, sækja um lífeyri og fá aðgang að stjórnborði fyrir útborgun séreignar með rafrænum skilríkjum. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.