Skattaafsláttur af fyrstu eign

18. ágúst 2016

Stjórnvöld hafa kynnt frumvarp  til laga um nýtingu séreignarsparnaðar til skattfrjáls  húsnæðissparnaðar fyrir útborgun í fyrstu eign eða innborgunar á höfuðstól fyrstu eignar. Úrræðið nefnist Fyrsta fasteign og er ætlað að taka við af Séreign inn á lán sem beindist að öllum sem greiða vildu skattfrjálst inn á höfuðstól lána, óháð því hvort um fyrstu eign er að ræða eða ekki. Á sama hátt er þetta úrræði mjög hagstætt. Það gengur út á að í 10 ár er hægt að nota séreignarsparnað til að safna skattfrjálst fyrir útborgun í fyrstu eign eða greiða inn á höfuðstól láns fyrstu eignar. Hámarksinnborgun fyrir einstakling er 500 þúsund á ári eða 1 milljón fyrir par eða samtals 5 milljónir fyrir einstakling eða 10 milljónir fyrir par á 10 árum.

Ef frumvarpið verður að lögum er um að ræða gott tækifæri sem óhætt er að mæla með. Skoða má frumvarpið með því að smella hér og glærur frá kynningu fjármálaráðuneytisins með því að smella hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.