Skrifstofan opnar að nýju

15. maí 2020

Skrifstofan opnar að nýju

Panta þarf viðtöl við ráðgjafa fyrst um sinn

Skrifstofa Almenna lífeyrissjóðsins opnar að nýju, frá og með 18. maí næstkomandi. Til að gæta fyllstu varúðar verður í fyrstu eingöngu tekið á móti fólki í fyrirfram bókuðum viðtalstímum. Hægt er að bóka viðtalstíma með því að smella hér. Þeir viðtalstímar fara fram í fundarsölum sjóðsins til að tryggja að farið verði eftir tveggja metra reglunni. Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér rafrænar lausnir til að samskipta og til að koma gögnum til skila. Vel hefur gengið að leysa mál með símtali, netspjalli og tölvupósti í samkomubanninu og full ástæða til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér það áfram.

  • Netspjall sjóðsins er opið á skrifstofutíma, sjá is.
  • Sendið fyrirspurnir á netfangið almenni@almenni.is.
  • Starfsfólk sjóðsins svarar símtölum á opnunartíma, síminn er 510-2500.
  • Upplýsingar um inneign, réttindi og lán eru á sjóðfélagavef. Þar geta sjóðfélagar einnig sótt um lífeyri eða breytingar á ávöxtunarleið með notkun rafrænna skilríkja.
  • Á launagreiðendavef eru upplýsingar um greiðslustöðu launagreiðanda á hverjum tíma. Jafnframt er hægt að skrá og senda skilagreinar til sjóðsins.
  • Hægt er að skila skjölum til sjóðsins í póstkassa sem búið er að setja upp á jarðhæð í Borgartúni 25 en einnig verður mögulegt að skila inn gögnum í móttöku sjóðsins á 5. hæð.

Enn um sinn má búast við að umsóknir um lán og önnur erindi taki lengri tíma en alla jafna og biðjumst við velvirðingar á því.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.