Stjórn skiptir með sér verkum
26. apríl 2022
Hulda formaður, Arna varaformaður
Á stjórnarfundi Almenna lífeyrissjóðsins þann 25. apríl síðastliðinn skipti stjórn með sér verkum og var Hulda Rós Rúriksdóttir, hæstaréttarlögmaður, endurkjörinn formaður stjórnar en Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir, kjörin varaformaður.
Hulda Rós starfar sem lögmaður og eigandi hjá Lögmönnum Laugavegi 3. en hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá árinu 2015. Hulda Rós er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns stjórnar sjóðsins og forvera hans. Arna Guðmundsdóttir var kjörin varaformaður en hún er lyflæknir og innkirtlalæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og á eigin læknastofu. Arna hefur setið í stjórn sjóðsins frá árinu 2018.
Stjórn Almenna skipa auk Huldu og Örnu þau Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum, Ólafur H. Jónsson, byggingatæknifræðingur, Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt og Þórarinn Guðnason, hjartalæknir. Í varastjórn eru þau Helga Jónsdóttir, þjónustustjóri, Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri og Frosti Sigurjónsson ráðgjafi.