Getum við aðstoðað?

Þétt setið á góðum fundi

12. nóvember 2014

Það var setið í nær öllum sætum á fundi Almenna lífeyrissjóðsins sem haldinn var í hádeginu 12. nóvember í húsnæði sjóðsins. Yfirskrift fundarins var „Hvernig stendur þú?“ en fjallað var um nauðsyn þess að kynna sér stöðu sína í lífeyrismálum og þær leiðir sem færar eru til þess. Þórhildur Stefánsdóttir hélt kynninguna og var góður rómur gerður að erindi hennar. Í framhaldinu spunnust góðar umræður og margar gagnlegar spurningar komu fram.