Þrjú framboð bárust

11. mars 2015

Þrjú framboð bárust í 2 laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt. Eftirtaldir gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn til þriggja ára, í stafrófsröð.

Ástríður Jóhannesdóttir, læknir
Guðrún Torfadóttir, læknir
Hulda Rós Rúriksdóttir, hæstaréttarlögmaður

Á ársfundi sjóðsins, sem haldinn verður 17. mars næstkomandi verða kosnir tveir aðalmenn og einn varamaður. Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrír karlmenn þannig að eingöngu konur eru kjörgengar að þessu sinni.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.