Getum við aðstoðað?

Tilgreint valfrelsi

01. janúar 2018

Tilgreint valfrelsi
Halldór Benjamín Jónsson, Mynd mbl.is

Samkvæmt frétt á mbl.is hafa Halldór Benjamín Þorbergsson, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, lagt fram sameiginlega tillögu að útfærslu tilgreindrar séreignar til fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum blaðsins lítur tillagan að því að launþegar hafi valfrelsi um það hvar tilgreind séreign er ávöxtuð. Þessi tillaga er í samræmi við niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sem kom fram eftir að tilgreind séreign var gerð möguleg þann 1. júlí síðastliðinn. Frétt mbl.is má sjá hér. Samkvæmt þessu geta þeir sem greiða skylduiðgjald í einn sjóð greitt tilgreinda séreign í annan.