Getum við aðstoðað?

Tilkynning um breytingu á vaxtaforsendum

15. nóvember 2022

Tilkynning um breytingu á vaxtaforsendum

Þann 27. september sl. ákvað stjórn Almenna lífeyrissjóðsins að skipta um viðmiðunarflokk sem myndar grunn fyrir vaxtakjör verðtryggðra sjóðfélagalána með mánaðarlega breytilega vexti fyrir lán sem sótt var um fyrir 2020.

Fyrir breytingu myndaði flokkur íbúðabréfa ÍL-sjóðs (Íbúðalánasjóðs) HFF150434 grundvöll fyrir ákvörðun breytilegra verðtryggðra vaxta að viðbættu 0,75 prósentustiga álagi. Eftir breytingu mun ríkisskuldabréfaflokkurinn RIKS 30 0701 koma í stað HFF150434 og verða vextir ákvarðaðir þannig að þeir taki mið af meðalávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfaflokksins í viðskiptum á markaði að viðbættu 0,75 prósentutiga álagi.

Tekið skal fram að þessi breyting hefur ekki áhrif á þau lán sem hafa verið í boði hjá sjóðnum frá árinu 2020, heldur á þetta einungis við um eldri lán sjóðsins sem veitt voru á mánaðarlega breytilegum verðtryggðum vöxtum.

Tilkynning um þessar breytingar hafa verið sendar á viðkomandi lántaka á lánavef sjóðsins og er sú tilkynning einnig aðgengileg í heimabanka lántaka.

Uppfærðar vaxtaforsendur taka gildi frá og með 15. desember 2022.