Tímabundið greiðsluhlé

24. mars 2020

Tímabundið greiðsluhlé
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Af afborgunum sjóðfélagalána - English translation follows

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna COVID-19 veirunnar er ljóst að mörg heimili eiga í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Almenni lífeyrissjóðurinn hyggst leggja sitt að mörkum til að sjóðfélagar með lán hjá sjóðnum geti staðist ágjöfina.

Hér að neðan koma fram upplýsingar um hvaða úrræði standa til boða.

Greiðsluhlé 
 • Greiðsluhlé er í raun frysting láns.
 • Gerð er skilmálabreyting á skuldabréfinu.
 • Greiðsluhléið stendur í allt að sex mánuði.
 • Ekki eru reiknaðir vanskilavextir á lánið en hins vegar reiknast vextir og verðbætur á lánið samkvæmt skilmálum skuldabréfsins.
 • Þetta þýðir að uppsafnaðir vextir og verðbætur bætast við skuld viðkomandi. Greiðsluhléið leiðir því til hækkunar á mánaðarlegum greiðslum þegar því líkur.
Umsóknarferli 
 • Fylltu út Umsókn um breytingu á sjóðfélagalánum
 • Prentaðu útfyllta umsókn út og skrifaðu undir hana.
 • Sendu eintak af undirrituðu skjali. Nægilegt er að senda rafrænt á netfangið almenni@almenni.is, annars með pósti (Almenni lífeyrissjóðurinn, Borgartúni 25, 105 Reykjavík).
 • Þú færð skilmálabreytingu senda frá sjóðnum sem þarf að undirrita og senda til sjóðsins í framhaldi. Sjóðurinn sér að lokum um að þinglýsa skilmálabreytingunni.
 • Ganga þarf frá þinglýsingu innan tveggja mánaða frá dagsetningu skilmálabreytingar, að öðrum kosti telst skjalið fallið úr gildi og innheimta fer þá fram eins og greiðslufrestur hafi ekki verið veittur.
 • Samskuldarar, makar og þinglýstir eigendur þurfa að veita samþykki sitt fyrir skilmálabreytingunni. Það á einnig við ef um lánsveð er að ræða.
 • Á umsókninni þurfa að koma fram ástæður skilmálabreytingar.
 • Sjóðurinn kann að setja það skilyrði að viðkomandi sé í skilum með lán sín þegar sótt er um og áskilur sér rétt til að hafna umsóknum lána sem eru nú þegar í vanskilum.
Endurfjármögnun eða skilmálabreyting 
 • Í sumum tilfellum getur skuldari fremur kosið að endurfjármagna lán sitt, í stað þess að sækja um greiðsluhlé.
 • Viðkomandi getur þannig t.a.m. kosið að lengja í láni með það að leiðarljósi að lækka greiðslubyrði og eftir atvikum fá hagstæðari vexti á lán sín. Slíkt þarf þó að skoða í langtímasamhengi.
 • Sjóðfélagar geta einnig valið að gera aðrar skilmálabreytingar sem miða að því að lækka greiðslubyrði í staðinn fyrir greiðsluhlé, t.d. með því að lengja lánstíma eða skipta úr jöfnum afborgununum í jafnar greiðslur.

In English

If you have a loan at Almenni you can postpone payments for up to six months.

 • In effect the payments are frozen or paused
 • The terms of the loan are changed
 • The payment pause can last up to six months
 • Interest rates in the payment pause will be according to the loan contract instead of penalty rates.
 • This means that interests and indexation will accumulate during the payment pause and lead to an increase in monthly instalments after the payment pause.
 • Please call during office hours or send us an e-mail to almenni@almenni.is for further information.

Application Process

 • Fill out this application and print it out.
 • Sign the application
 • Send a copy of the signed document. It is sufficient to send a digital document to almenni@almenni.is, if not via mail (mail to: Almenni lífeyrissjóðurinn, Borgartúni 25, 105 Reykjavík).
 • When you recieve the legal document you need to sign it and send it back to Almenni. Almenni takes care of the sending the document to the property registry.
 • The registration of the document will have to take place within two months from the date of the application. Otherwise the original terms of the loan agreement will apply.
 • Co-debtors, spauses and registered owners need to give their concent to the changes of terms. This also applies if there is a lent mortgage.
 • In the application the reasons for the change of terms will have to be stated.
 • Almenni may set the condition that the debtor is not in default with their loan/loans and reserves the right to decline all loans that are allready in default.

Remorgtage or Change of Terms?

 • In some cases it might suit the debtor to get a new loan instead of a payment pause.
 • In such cases the debtor could increase the repayment period in order to decrease the monthly payments. This will have to be determined in a long term context.
 • It is also possible to change other terms in order to decrease monthly payments for example to change from equal installments to equal payments.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.