Tveir fræðslufundir Almenna
02. nóvember 2023
Upptökur frá fundunum
Almenni hélt tvo fræðslufundi um lífeyrismál dagana 9. og 16. nóvember síðastliðinn. Þórhildur Stefánsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa flutti bæði erindin en hún á að baki áratuga reynslu af lífeyrisráðgjöf. Fundirnir voru haldnir á Hilton Reykjavík Nordica en þeim var einnig streymt. Hér fyrir neðan eru upptökur frá fundunum.
9. nóvember – Eru lífeyrismál bara fyrir eldra fólk?
Fyrri fundurinn bar yfirskriftina Eru lífeyrismál bara fyrir eldra fólk? og var hugsaður fyrir þá sem vilja undirbúa eftirlaunaárin vel þó talsverður tími sé til til stefnu. Dæmi um spurningar sem leitast var við að svara eru: Hver verða eftirlaunin mín? Hver eru réttindin mín ef ég missi starfsorkuna? Ef ég fell frá hver er réttur fjölskyldunnar minnar? Á ég og maki minn að skipta lífeyrisréttindum okkar? Er ég í réttri ávöxtunarleið? Hvernig get ég undirbúið mig?
Hér er upptaka frá fyrri fundinum:
16. nóvember – Korter í eftirlaun – Hvernig undirbý ég mig?
Á seinni fundinum; Korter í eftirlaun – Hvernig undirbý ég mig? var athyglinni beint að þeim sem eru að nálgast eftirlaunaár og veita upplýsingar um það sem hægt er að gera þegar stutt er í eftirlaun. Leitast var við að svara spurningunum; Hvenær á ég að byrja á lífeyri? Hvernig er samspil lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar ríkisins? Ef ég fell frá hver er réttur maka og barna? Á ég og maki minn að skipta lífeyrisréttindum okkar? Er ég í réttri ávöxtunarleið?