Tvö framboð bárust í tvö laus sæti

17. mars 2017

Tvö framboð bárust í tvö laus sæti
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Tvö framboð bárust í tvö laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en framboðsfrestur rann út á miðnætti 16. mars 2017. Eftirtaldir gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn til þriggja ára, í stafrófsröð.

Ólafur H. Jónsson, öryggisstjóri hjá Skeljungi
Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð

Á ársfundi sjóðsins, sem haldinn verður 23. mars nk., er því sjálfkjörið í aðalstjórn sjóðsins. Á fundinum verður kosið um einn varamann. Í varastjórn eru nú þegar tveir karlar þannig að eingöngu konur eru kjörgengar að þessu sinni. Varamenn þurfa ekki að tilkynna framboð fyrr en á ársfundi og verður þeim gefinn kostur á því að kynna sig á fundinum.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.