Opið fyrir umsóknir
02. apríl 2020
Móttaka umsókna hafin – English below
Nú er búið að opna fyrir umsóknir um útborgun viðbótarsparnaðar vegna tímabundinnar opnunar 2020-2021. Sótt er um á sjóðfélagavef Almenna en hægt er að smella hér til að sækja um. Þeir sem hyggjast nýta sér þetta þurfa að fylla út bankaupplýsingar og upplýsingar um skattþrep en hægt er að gera það með því að smella hér eða með því að velja viðeigandi flipa á síðunni „Aðgerðir“ á sjóðfélagavefnum. Af fyrstu 336.916 krónunum i tekjur greiðist 35,04% tekjuskattur (skattþrep 1), af tekjum frá 336.917 til 945.873 krónur greiðist 37,19% tekjuskattur (skattþrep 2) en af hverri krónu frá og með 945.874 krónum er greiddur 46,24% tekjuskattur (skattþrep 3).
Fyrsti útborgunardagur verður 1. maí en til þess að fá greitt þann dag þarf umsókn að hafa borist í síðasta lagi 28. apríl. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar verða birtar á heimasíðu sjóðsins strax og þeirri vinnu lýkur.
- Eingöngu er hægt að taka út séreignarsjóð sem myndast hefur af viðbótarlífeyrissparnað en ekki séreign sem myndast af skyldusparnaði.
- Einstaklingar geta tekið út séreignarsparnað á 15 mánaða tímabili.
- Hægt er að fá greitt allt að 800.000 krónur á mánuði.
- Hámarksútborgun er 12.000.000 á tímabilinu.
- Athugið að tekjuskattur er dreginn af fjárhæðunum áður en þær eru greiddar út.
- Greiðslurnar skerða hvorki greiðslu vaxta-, barna- eða tryggingabóta.
In English
Members of Almenni Pension Fund can make withdrawals from private accounts in light of the Corona – virus crises. Click here to apply for the withdrawal. In order to receive funds you need to fill out bank and tax information on the site. Click here for a direct link. According to a bill that the Icelandic congress passed fund members can withdraw from their voluntary savings (supplementary pension) at Almenni according to the following guideline:
- It is only possible to withdraw savings that occurred with voluntary savings (supplementary pension), not savings that were accumulated with mandatory savings.
- Members can withdraw in a 15-month period.
- One can withdraw up to 800.000 krónur per month
- The maximum total withdrawal is 12.000.000 krónur during that period.
- Note that those amounts are before income tax.
- Those payments do not effect interest benefits, children benefits or disability benefits from the Social Insurance Administration.