Vel heppnaður fundur
17. janúar 2018
Árið gert upp á vel sóttum fundi
Almenni lífeyrissjóðurinn hélt opinn fund um ávöxtun ársins 2017 miðvikudagsmorguninn 17. janúar 2018. Fundurinn var vel sóttur en um sextíu manns boðuðu komu sína. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna bauð fundargesti velkomna, Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingastjóri, fór yfir ávöxtun ársins en Ólafur Heimir Guðmundsson, áhættustjóri fjallaði um þær upplýsingar um ávöxtunarleiðir sem er að finna á nýjum vef Almenna. Fundurinn var tekinn upp á myndband sem birt verður hér á heimasíðunni strax og það hefur verið unnið. Sérstök frétt um ávöxtun ársins verður birt hér á síðunni á næstu dögum. Smelltu hér til að skoða glærur frá fundinum. Hér er svo hægt að hlaða niður myndbandi frá fundinum en einnig er hægt að horfa hér á síðunni.