Verðtryggð lán vinsælli
17. desember 2013
Veruleg eftirspurn hefur verið eftir sjóðfélagalánum hjá Almenna lífeyrissjóðnum undanfarna mánuði. Sjóðurinn hefur boðið upp á óverðtryggð lán frá því í byrjun september en fram að því voru í boði verðtryggð lán með breytilegum og föstum vöxtum. Verðtryggð lán eru talsvert vinsælli en rúmlega tvö af hverjum þremur nýjum lánum eru verðtryggð. Sjóðfélagar virðast átta sig á því að góð kjör eru í boði sem standast fyllilega það besta sem býðst á lánamarkaði og ný lög um neytendalán, sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn, virðast ekki draga úr eftirspurninni. Hægt er að taka allt að 50 milljónir að láni á 1. veðrétti og hámarks veðhlutfall er 75%. Smelltu hér til að kynna þér sjóðfélagalán hjá Almenna lífeyrissjóðnum.