Vextir lækka aftur

15. maí 2015

Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána  Almenna lífeyrissjóðsins lækkuðu aftur frá og með 15. maí í takt við þróun á markaði. Vextirnir taka mið af meðalávöxtun á skuldabréfaflokki Íbúðalánasjóðs HFF150434 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands undangenginn mánuð að viðbættu 0,75% álagi. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðfélagalána frá 15.05.15 – 14.06.15 verða 3,49% en þeir voru 3,72%. Sjóðurinn kappkostar að bjóða sjóðfélögum upp á lánakjör sem eru sambærileg við það sem gerist á fjármálamarkaði. Sjóðfélagar geta einnig valið um fasta verðtryggða vextir og óverðtryggða vexti, sem festir eru í 12 mánuði í senn.

Smelltu hér til að skoða lánareiknivél Almenna lífeyrissjóðsins og hér til að skoða vaxtatöflu.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.