Yfirlit og upplýsingablöð

08. febrúar 2016

Undanfarna daga hafa verið borin út yfirlit til sjóðfélaga þar sem birt var staða sjóðfélaga um áramót og iðgjaldagreiðslur á seinni helmingi síðasta árs. Með yfirlitunum fylgdi fréttabréf þar sem sagt er frá helstu fréttum af sjóðnum og fyrirhugðum fundum og námskeiðum fyrir sjóðfélaga.

Á heimasíðunni voru að koma inn upplýsingablöð fyrir ávöxtunarleiðir í ársbyrjun 2016 en þar má finna upplýsingar um eignasamsetningu og helstu kennitölur.

Á nýja sjóðfélagavefnum er nú hægt að skoða yfirlit og uppfærða stöðu hvenær sem er. Það er því full ástæða til að afþakka að fá yfirlitin send í pósti og nýta sér þá þjónustu sem sjóðfélagavefurinn býður uppá. Á árinu 2016 efnir Almenni til sérstaks átaks til að fækka yfirlitum á pappír og leggur þar með sitt að mörkum í umhverfisvernd en einn heppinn sjóðfélagi sem afþakkað hefur yfirlit vinnur iPad Pro í lok árs!

Fréttabréfið sem fylgir yfirlitum má sjá hér og upplýsingablöðin er hægt að sjá hér.  Til að kynna þér átak um að afþakka pappírinn smelltu þá hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.