Yfirlit og upplýsingar til sjóðfélaga

18. janúar 2024

Yfirlit og upplýsingar til sjóðfélaga

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur birt yfirlit á sjóðfélagavef sem sýna hreyfingar frá 1. júlí til 31. desember 2023 og upplýsingar um lífeyrisréttindi og inneign í lok tímabilsins. Við viljum benda sjóðfélögum á að yfirfara hvort iðgjaldgreiðslur á tímabilinu hafi skilað sér.

Við viljum vekja athygli á að í ár verða lögbundin yfirlit ekki send með bréfpósti eins og áður en munu þess í stað birtast á sjóðfélagavef. Á honum er skjalageymsla fyrir rafræn skjöl þar sem m.a. er hægt að fletta upp á yfirlitum sem sjóðnum ber að birta tvisvar á ári eða afhenda á pappírsformi óski sjóðfélagar eftir því.

Á sjóðfélagavefnum er að finna ítarlegar upplýsingar um inneign, réttindi og hreyfingar sem eru alltaf uppfærðar. Hægt er að skoða eignasamsetningu, nota gagnvirkar reiknivélar til að gera sína eigin áætlun auk þess sem hægt er að breyta ávöxtunarleið og gera samning um viðbótarlífeyrissparnað, sækja um lífeyri og fá aðgang að stjórnborði fyrir útborgun séreignar með rafrænum skilríkjum.

Smelltu hér til að fara inn á sjóðfélagavefinn.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.