Yfirlit til þín
16. október 2013
Á næstu dögum berast sjóðfélögum yfirlit yfir áunnin ellilífeyrisréttindi og stöðu séreignar í lok ágúst. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og kanna hvort öll iðgjöld frá launagreiðendum hafi borist en einnig að skoða yfirlitin til að gera sér grein fyrir stöðu sinni. Til frekari glöggvunar bjóðum við upp á svokallaða stöðufundi sem eru einkafundir sjóðfélaga með ráðgjafa. Stöðufundirnir hafa hlotið mikið lof þeirra sem reynt hafa. Smelltu hér til að bóka stöðufund.
Með yfirlitunum fylgir bréf til sjóðfélaga þar sem sagt er frá nýjungum í lánamálum, nýrri heimasíðu auk þess sem sjóðfélögum er boðið að uppfæra samskiptaupplýsingarnar og eiga þá möguleika á að vinna nýjan iPad.