Helstu atriði
Hér eru helstu atriði um lán hjá Almenna
- Ertu sjóðfélagi?
- Ef þú hefur greitt sex af síðustu tólf mánuðum í skyldusparnað eða greitt 24 af síðustu 30 mánuðum í viðbótarlífeyrissparnað, ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum, eða þú ert að endurfjármagna lán þitt hjá sjóðnum þá getur þú sótt um lán.
- Hámarks lán, 1. veðréttur
- Hámarks lán er 50 milljónir fyrir þá sem greiða skylduiðgjald en
15 milljónir ef sjóðfélagi greiðir eingöngu í viðbótarlífeyrissparnað. - Hámarkslán 2. veðréttur eða aftar í veðröð
- Hámarkslán 30 milljónir fyrir sjóðfélaga með skylduiðgjald en 9 milljónir ef sjóðfélagi greiðir eingöngu í viðbótarlífeyrissparnað.
- Veðhlutfall
- Hámarksveðhlutfall gegn 1. veðrétti er 70% en 60% gegn öðrum eða síðari veðréttum. Lán má þó ekki vera hærra en samtala brunabóta- og lóðamats.
- Lánstími
- Til allt að 40 ára.
- Vaxtakjör
- Hægt er að velja á milli verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann, festum í 36 mánuði í senn eða óverðtryggðra lána með föstum vöxtum til 36 mánaða. Einnig er hægt að blanda saman verðtryggðum og óverðtryggðum lánsformum.
- Tegund láns
- Með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
- Enginn aukakostnaður
- Enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.