pixel Lán hjá Almenna - Almenni
 • Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Helstu atriði

Hér eru helstu atriði um lán hjá Almenna

Ertu sjóðfélagi?
Ef þú hefur greitt sex af síðustu tólf mánuðum í skyldusparnað eða greitt 24 af síðustu 30 mánuðum í viðbótarlífeyrissparnað, nýr sjóðfélagi/á vinnumarkaði, lífeyrisþegi hjá sjóðnum, eða þú ert að endurfjármagna lán þitt hjá sjóðnum þá getur þú sótt um lán.
Hámarks lán,
Hámarks lán til eins sjóðfélaga er 80 milljónir fyrir þá sem greiða skylduiðgjald en 12 til 30 milljónir ef sjóðfélagi greiðir eingöngu í viðbótarlífeyrissparnað. Ef tveir sjóðfélagar sækja um lán saman getur hámarkslán hæst farið í 95 milljónir á viðkomandi fasteign.
Veðhlutfall
Hámarksveðhlutfall á 1. veðrétti er 70% en 60% á öðrum eða síðari veðréttum. Lán má þó ekki vera hærra en samtala brunabóta- og lóðamats.
Viðbótarlán
Fyrstu kaupendur geta sótt um viðbótarlán ef það er í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti. Hámarksveðhlutfall er 85% og bætist 0,75% vaxtaálag ofan á önnur vaxtakjör. Hámarkslánveiting til fyrstu kaupenda sem nýta sér viðbótarlán er 50 milljónir, en kaupverð fasteignar yrði þá að hámarki kr. 58,8 milljónir.
Lánstími
Til allt að 40 ára, en hámarkslánstími fyrir viðbótarlán er 15 ár.
Vaxtakjör
Hægt er að velja á milli verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann, festum í 36 mánuði í senn eða óverðtryggðra lána með föstum vöxtum til 36 mánaða. Einnig er hægt að blanda saman lánsformum.
Tegund láns
Með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
Enginn aukakostnaður
Enginn viðbótarkostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.

Lánareiknivél

Reiknaðu út, berðu saman og skoðaðu vel. Lántöku fylgir mikil skuldbinding.

 • Smelltu hér til að reikna út greiðslubyrði láns miðað við mismunandi forsendur.
 • Skoðið lán sem standa til boða hjá Almenna og annars staðar. Berið saman kostnað og áætlaða greiðslubyrði.
 • Gerið sjálf greiðsluáætlun og metið hvort þið getið greitt af láni.
 • Kynnið ykkur lánsform sem í boði eru. Hvort hentar betur að taka lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum?
 • Kynnið ykkur vaxtakjör í boði. Þekkið mun á milli verðtryggðra og óverðtryggða lána og takið upplýsta ákvörðun um hvað hentar.
 • Farið vel yfir greiðslumat sem unnið er af lánveitanda og áttið ykkur á hvað felst í niðurstöðu þess.

Vextir

Umsækjendur geta sótt um verðtryggð og óverðtryggð lán

Í boði eru verðtryggð lán með föstum vöxtum til 36 mánaða eða út lánstímann og óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 36 mánaða.

Lánstími lána er sveigjanlegur, frá 5 árum til allt að 40 ára og enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána.

 • 4,3%

  Óverðtryggðir vextir festir til 36 mánaða í senn

 • 3,6%

  Verðtryggðir fastir vextir út lánstímann

 • 1,1%

  Verðtryggðir vextir, festir til 36 mánaða í senn

 • 1,35%

  Breytilegir verðtryggðir vextir (eldri lán)

Greiðslumat

Umsækjendur þurfa að senda eftirfarandi gögn með lánsumsókn eftir því sem við á:

 • Yfirlit yfir stöðu hjá Innheimtumanni ríkissjóðs*
 • Staðfesting á föstum greiðslum t.d. meðlagsgreiðslum*
 • Veðbókarvottorð fasteigna í eigu lántaka (sjóðurinn getur útvegað gögn, kostn. skv. gjaldskrá dregst frá láni)*
 • Upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar
 • Afrit kauptilboðs/þinglýsts kaupsamnings, ef um lán til húsnæðiskaupa er að ræða, þó ekki eldri en 12 mánaða.
 • Kauptilboð og söluyfirlit yfir eignir sem verið er að kaupa og selja.
 • Vottorð um smíðatryggingu.
 • Kaupsamningur ef eign hefur skipt um eigendur á síðustu þremur árum.
 • Aðrar upplýsingar og gögn sem sjóðurinn óskar eftir og varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka

 

* gögn sem þarf alltaf að útvega

Sjá nánar um gögn og upplýsingar á umsóknareyðublaði sem má opna og fylla út með því að smella hér.

Lánshæfismat er fengið hjá Creditinfo.  Til að standast lánshæfismat má það ekki vera metið lakara en í flokki C.

 

Lánareglur

Smelltu hér til skoða gildandi lánareglur Almenna lífeyrissjóðsins.

Lánareglur Almenna eru byggðar á lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 og tilheyrandi reglugerð.

Greitt inn á höfuðstól

Hægt er að greiða aukalega inn á höfuðstól sjóðfélagalána hjá Almenna án sérstakrar þóknunar. Það er sem sagt ekki uppgreiðslugjald/álag á lánum hjá Almenna.

 • Innborgunarreikningur: 0526-22-1
 • Kennitala: 421289-2639
 • Setjið lánsnúmer í skýringu
 • Sendið staðfestingu í tölvupósti á almenni@almenni.is

Lánabreytingar

Eftir að lán hefur verið gefið út þarf stundum að gera breytingar á skuldabréfum.  Skuldabréfið getur þurft að flytja á annað veð, gefa veðleyfi, annar yfirtaki lán vegna fasteignaviðskipta, stytta eða lengja lánstíma eða gera þarf breytingar vegna greiðsluerfiðleika.

 • Veðflutningur. Meginreglan er að nýtt veð uppfylli lánareglur sjóðsins. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um nýtt veð ásamt sambærilegum upplýsingar og þegar sótt er um nýtt lán.
 • Veðleyfi. Meginreglan er að veðstaða sjóðsins versni ekki eða að veðstaða standist kröfur sjóðsins eins og um nýtt lán sé að ræða.
 • Skilmálabreyting. Beiðni um breytingu á greiðsluskilmálum getur verið beiðni um að lengja lánstíma eða flytja til gjalddaga. Reynt er að mæta óskum sjóðfélaga af sanngirni og er almenna reglan sú að breytingar á greiðsluskilmálum verði aldrei rýmri en á nýju láni. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um beiðnina.
 • Skuldaraskipti (skuldskeyting). Skuldaraskipti eru heimiluð á lánum gegn því að nýr skuldari uppfylli skilyrði um greiðslu- og lánshæfismat. Ef nýr skuldari er ekki sjóðfélagi bætist við fast vaxtaálag sem er 1%.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.