Get ég breytt fjárhæð mánaðarlegra útborgana úr séreignarsjóði?

15. september 2017

Já, inneign í séreignarsjóði er til útborgunar að eigin vali eftir 60 ára aldur. Sjóðfélagar geta tekið út inneignina eins og þeim hentar best, valið fjárhæð mánaðarlegra greiðslna, breytt þeim, sótt aukagreiðslur eða stöðvað útborganir. Einu takmarkanirnar eru að lífeyrissjóðurinn greiðir útborganir tvisvar í mánuði, fyrsta dag mánaðar og þann fimmtánda. Best er að nota sjóðfélagavefinn en þar er hægt að sækja um útborgun séreignar, stilla fjárhæð mánaðarlegra greiðsla og sækja aukagreiðslur.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.