Hvaða persónuupplýsingar vinnur Almenni með?

16. júlí 2018

Almenni vinnur með ýmsar persónuupplýsingar en sjóðurinn tekur á móti iðgjöldum, greiðir lífeyrir til sjóðfélaga og veitir sjóðfélögum lán. Helstu upplýsingar sem sjóðurinn vinnur með eru:

  • Persónu- og samskiptaupplýsingar: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang.
  • Fjárhagslegar upplýsingar vegna lífeyris og lána: Greiðslur til sjóðsins, atvinnuþátttaka og skattframtöl.
  • Fjölskylduupplýsingar vegna maka eða barnalífeyris: Hjúskaparstaða og börn.
  • Heilbrigðisupplýsingar vegna örorkulífeyris: Læknisvottorð og möt frá trúnaðarlækni.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.