Oddur Ólason, 69 ára

Eftirlaunaþegi

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Eftirlaun frá 2021
  • Ftr. bæjarfóg. Aey. 1982-1985
  • Bæjarlögm. Keflavík 1985-1988
  • Lögm. hjá Íslandsbanka 1988-2021
  • Kennsla við verðbréfamiðlunarnám 2000-2010 (hlutastarf)
  • Ftr. SFF í úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki 2009-2019

Námsferill:

  • Cand Jur. frá H.Í. 1982
  • Málflutningsréttindi (hdl) 1985
  • 1999-2000 Rekstrar og viðskiptanám
  • Styttri námskeið, lestur ársreikninga o.fl.

Ástæður framboðs:

Ég hef áhuga á rekstri og afkomu lífeyrissjóða og tel að liðlega 30 ára reynsla geti nýst við stjórnarstörf í Almenna lífeyrissjóðnum. Ég hef komið að fjármálum einstaklinga og fyrirtækja hjá Íslandsbanka og forverum hans, ekki síst við úrvinnslu erfiðra lánamála, um tíma sem fyrsti umboðsmaður skuldara sem starfaði hjá viðskiptabanka.Ég hef einnig komið að almennum lánamálum og vöruþróun og þannig í gegnum tíðina starfað með flestöllum deildum bankans, jafnt afkomusviðum sem stoðsviðum, þ.m.t. talin húsnæðislán, fyrirtækjafjármögnun, tækjafjármögnun (Ergo), markaðssviði og áhættustýringu. Ég sá um kaup á ábyrgðar- og stjórnendatryggingum bankans allt frá því byrjað var að huga að slíkum tryggingum. Lífeyrissjóðir hafa einnig keypt sams konar tryggingar um árabil. Þá hef ég komið að stöku verkefnum fyrir samtök fjármálafyrirtækja, svo sem um gerð frumvarps til laga um neytendalán.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.