Góð réttindi

Reiknaðu eftirlaun og séreign

Elli- og áfallalífeyrisréttindi hjá Almenna standast samanburð við það besta sem gerist. Að auki fer minnst þriðjungur af skyldusparnaði í séreignarsjóð.

Í þessari reiknivél getur þú reiknað út áætlaðan ellilífeyri úr samtryggingarsjóði og séreignarsjóði í starfslok.

Ellilífeyrir

Hjá Almenna er hægt að hefja töku ellilífeyris frá 60 ára aldri til 80 ára aldurs. Fjárhæð ellilífeyris ræðst af iðgjaldagreiðslum á starfsævinni og greiðist frá starfslokum til æviloka en fellur niður við andlát.

Nánar um eftirlaun og ellilífeyri

Örorkulífeyrir

Sjóðfélagar fá örorkulífeyri ef orkutap er metið 50% eða meira og greiðist til 70 ára aldurs þegar greiðsla ellilífeyris hefst. Fjárhæð örorkulífeyris miðast við áunnin lífeyrisréttindi en er framreiknuð til 65 ára aldurs hjá virkjum sjóðfélögum. Það þýðir að þú færð öorkulífeyri eins og þú hefðir unnið til 65 ára aldurs.

Nánar um örorkulífeyri.

Maka- og barnalífeyrir
Við andlát fær eftirlifandi maki makalífeyri í minnst 30 mánuði en fjárhæðin er helmingur af örorkulífeyri. Makalífeyrir er í sumum tilfellum greiddur lengur. Barnalífeyrir er greiddur með börnum undir 20 ára aldri. Fjárhæð barnalífeyris hjá Almenna nemur tvöfaldri lágmarksfjárhæð samkvæmt lögum.

Nánar um maka- og barnalífeyri.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.