Sigríður Magnúsdóttir, 60 ára

Arkitekt 

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð, 1990
  • Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins 2017-2023
  • Endurskoðunarnefnd Almenna lífeyrissjóðsins 2022-2023
  • Teiknistofan Tröð, stofneigandi, framkvæmdastjóri 1990-2023
  • Stjórn Vistbyggðaráðs (nú Grænni byggð) 2016-2018
  • Samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands 2010-2015
  • Formaður Arkitektafélags Íslands 2007-2010

Námsferill:

  • Hæfismat FME vegna stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum 2017
  • ISO-9001 vottun gæðastjórnunarkerfis Teiknistofunnar Traðar 2010-2023
  • Helsingfors Tekniska Högskola nám í arkitektúr 1989
  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1982

Ástæður framboðs:

Síðastliðin sex ár hef ég verið í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og þetta starfsár einnig í endurskoðunarnefnd. Á þeim tíma ef ég aflað mér þekkingar og reynslu á lífeyrismálum sem ég hef áhuga og vilja til að nýta áfram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Ég býð því fram krafta mína og tíma til áframhaldandi stjórnarsetu.

Ég hef góða reynslu úr atvinnulífeinu, rekið eigið fyrirtæki, Teiknistofuna Tröð frá árinu 1990. Á starfsferlinum hef ég fengist við mörg krefjandi verkefni. Ég afla mér þekkingar á viðfangsefninu og beiti henni ásamt gagnýnni og skapandi hugsun við úrlausn verkefnisins. Í starfi mínu sem arkitekt eru langtímasjónarmið höfð að leiðarljósi og horft til þess hvernig mannvirkið þjónar sem best til langrar framtíðar.
Lífeyrissjóður er langtímafjárfestir sem getur lagt sitt af mörkum með ábyrgum fjárfestingum, til að takast á við breytingar í samfélagi og umhverfi, sem gefa jafnframt góða ávöxtun eigna og tryggja þannig sjóðfélögum réttmætan lífeyri.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.