Sólveig Stefánsdóttir, 43 ára

Framkvæmdastjóri

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Framkvæmdastjóri Saga Natura 2022-
  • Fjármálastjóri Saga Natura 2021-2022
  • Fjármálastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2006-2021
  • Eignastýring og markaðsviðskipti, Virðing verðbréfafyrirtæki (2003-2006))
  • Stjórnarmaður í AlgeNatura AS (2022-)

Námsferill:

  • MBA, Háskólinn í Reykjavík, 2020
  • B.Sc. Viðskiptafræði, Háskólinn í Reykjavík, 2003
  • Löggilding í verðbréfaviðskiptum, 2004

Ástæður framboðs:

Í störfum mínum á fjölbreyttum vettvangi fjármála og stjórnunar, í eignastýringu og í þágu stéttarfélags hef ég öðlast reynslu og hæfni sem ég tel að geti haft jákvæð áhrif í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, sjóðfélögum og samfélaginu til hagsbóta. Ég tel mikilvægt að lífeyrissjóðir taki virkan þátt í að mæta margvíslegum áskorunum sem varða framtíð okkar allra. Lífeyrissjóðir hafa mikið fram að færa með lausnamiðaðri nálgun og í baráttu við loftslagsvandamál eiga þeir að beita sér í gegnum grænar fjárfestingar sem stuðla að jákvæðum breytingum. Jafnframt þarf að gæta þess að kerfið uppfylli lagaleg skilyrði og sinni mikilvægu þjónustuhlutverki í þágu sjóðfélaga. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á þátttöku lífeyriskerfisins í þessari vegferð og ég myndi fagna tækifærinu til að leggja mitt af mörkum í þágu starfsemi Almenna lífeyrissjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.