Getum við aðstoðað?

Vandaðu valið á lífeyrissjóð

Getur þú valið þér lífeyrissjóð?

Fæstir vita hvort þeir geta valið sér lífeyrissjóð eða ekki þegar þeir byrja að vinna. Spurðu vinnuveitandann og veldu þér sjóð ef þú getur. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við val á lífeyrissjóði. Ef þú getur valið þér lífeyrissjóð og líst vel á Almenna getur þú smellt hér til að skrá þig í Almenna.

Réttindi og séreignarsjóður

Hjá flestum lífeyrissjóðum safnar þú eingöngu réttindum til ellilífeyris og áfallalífeyris með skyldusparnaði. Hjá Almenna safnar þú hins vegar bæði réttindum og séreignarsjóði, 8% af skyldusparnaðinum fara í réttindi en það sem eftir er, frá 4% og upp í 7,5% fer í séreignarsjóð. Þennan séreignarsjóð má nota til að láta drauma rætast, hann er laus til útborgunar þegar þú ert 60 ára og hann erfist.

 

Réttindi 

Áður en lífeyrissjóður er valinn er rétt að kynna sér réttindi sjóðsins og hvernig þú ert varin/n fyrir áföllum. Almenni lífeyrissjóðurinn veitir sjóðfélögum góð ellilífeyris-, örorku-, maka- og barnalífeyrisréttindi sem standast samanburð við það besta sem í boði er. Smelltu hér til að kynna þér áfallalífeyrisréttindi hjá Almenna.

Eingöngu sjóðfélagar í stjórn

Hjá Almenna eru eingöngu sjóðfélagar í stjórn sem valdir eru af sjóðfélögum. Í stjórn eru því ekki fulltrúar banka, stéttarfélaga, atvinnurekenda eða annarra en sjóðfélaga sjálfra.

mynd af húsi, tré og grindverki fyrir Húsnæðissafn Almenna
 

Lán og Húsnæðissafn

Sjóðfélagar Almenna geta fengið lán á samkeppnishæfum kjörum gegn veði í íbúðarhúsnæði. Almenni stofnaði sérstaka ávöxtunarleið, Húsnæðissafn, til að auðvelda sjóðfélögum að safna skattfrjálst fyrir fyrstu íbúð. Almenni mælir með því að þeir sem geta nýti sér að safna skattfrjálst í 10 ár fyrir fyrstu íbúð.

Rekstur

Kynntu þér rekstur sjóðsins en það skiptir máli að kostnaðarhlutfall sé lágt og að upplýsingar um rekstur sjóðsins séu aðgengilegar. Kostnaðarhlutfall Almenna er 0,3% af eignum sjóðsins sem er með því lægsta sem gerist. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um rekstur.

mynd af stöflum af mynt

Ávöxtun (í beinni síðan 1998)

Mikilvægt er að huga að ávöxtunin sjóðsins sem valinn er en ávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið góð í gegnum tíðina. Hægt er að rekja daglega ávöxtun sjóðsins síðan 1998 en þá hóf Almenni að birta daglega gengi allra ávöxtunarleiða á heimasíðu sjóðsins. Almenni er eini lífeyrissjóðurinn a.m.k. á Íslandi sem gerir þetta.

Upplýsingagjöf

Það skiptir miklu máli að upplýsingar um sjóðinn og rekstur hans séu aðgengilegar. Almenni lífeyrissjóðurinn leggur mikla áherslu á upplýsingamiðlun og er talinn meðal bestu sjóða í Evrópu í þeim efnum. Auk þess að vera eini sjóðurinn á Íslandi sem birtir daglega gengi ávöxtunarleiða eru allar upplýsingar um sjóðinn aðgengilegar á myndrænu formi auk þess sem reglulega eru birtar fræðslugreinar, fréttir og kynningarefni um lífeyrismál. Sjóðfélagavefur Almenna er í fremstu röð auk þess sem öflugt teymi ráðgjafa tekur vel á móti ykkur. Smelltu hér til að bóka fund með ráðgjafa.

Þrjú vantryggð ár

Fyrstu þrjú árin á vinnumarkaði er skynsamlegt að huga að tryggingum en það tekur þrjú ár að vinna sér inn rétt á uppreikningi á lífeyrisréttindum. Það þýðir að ef þú lendir í örorku færðu örokulífeyri eins og þú hefðir unnið til 65 ára aldurs. Þess vegna borgar sig að kaupa sér örorku- eða áfallatryggingu fyrstu árin á vinnumarkaði.