Fræðsla og ráðgjöf

Bólusett ávöxtun árið 2020 – moli úr Hlaðvarpi Almenna

Þrátt fyrir heimsfaraldur varð hækkun á öllum mörkuðum árið 2020. Í Hlaðvarpi Almenna fer Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri sjóðsins yfir ástæður þess.

Árið 2020 fór mjög vel af stað en í lok febrúar tóku markaðir nokkuð snarpa dýfu vegna heimsfaraldursins sem þá var að dreifa sér frá Kína til annarra landa.

Í lok mars varð hins vegar snarpur viðsnúningur og markaðir voru búnir að ná sér að miklu leyti um mánaðamótin apríl/maí og það sem eftir lifði árs og miklar hækkanir urðu á mörkuðum í október, nóvember og desember. Heimsvísitalan í dollar hækkaði um 15,9% á síðasta ári og innlendur hlutabréfamarkaður um tæp 26%. Að auki gaf krónan eftir sem hafði í för með sér að heimsvísitalan í krónum hækkaði um 21,8%. Ástæðurnar segir Kristjana vera margþættar en markast meðal annars af lágum stýrivöxtum hjá seðlabönkum heimsins. Við þær aðstæður hækkar eignamat annarra eigna, það er ódýrara að taka lán sem skilar sér í gengishagnaði núverandi eigna.

Árið 2021 fer vel af stað og hækkanir hafa orðið á öllum mörkuðum í upphafi árs. (Upptaka gerð um miðjan janúar 2021.) Til að búa ekki til of miklar væntingar þá má reikna með lægri ávöxtun en verið hefur. Ástæðan er sú að þegar vextir lækka svona mikið þá myndast gengishagnaður hjá þeim sem eiga skuldabréf fyrir en horft til framtíðar þurfi fólk að búa sig undir að ávöxtun næstu missera verði undir langtímameðaltali.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið.

Hér eru fleiri molar:

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.