Fræðsla og ráðgjöf

Fjármagnið hreyfir við öllu – moli úr hlaðvarpi

Fjármagnið er það sem komið hefur mestri hreyfingu á þróun sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar undanfarin misseri. Þetta kemur fram í máli Þrastar Olafs Sigurjónssonar í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fjármagnið hreyfir við öllu og það að fagfjárfestar, þ.á.m. lífeyrissjóðir eru farnir að beita sér í þessum málum þýðir að meiri hreyfing kemst á þau. Það er líklegt að innan skamms verði þrír sterkir pólar til í þessum málum. Í fyrsta lagi fjármagnið, fagfjárfestar, lífeyrissjóðir og fleiri. Í öðru lagi löggjöfin, að lagaumhverfið verði mun skýrara og í þriðja lagi eftirlitsaðilar, að innan nokkurra ára eða missera verði fjármálaeftirlitið komið með eftirlit með ófjárhagslegum upplýsingum fyrirtækja á sína könnu.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.