Árið fer vel af stað

17. maí 2017

Árið fer vel af stað
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hækkuðu öll söfn Almenna lífeyrissjóðsins. Mest er hækkunin í blönduðu söfnunum, Ævisafni I, II og III og Samtryggingarsjóði en hækkun þeirra er á bilinu 1,7% til 3,8% og er hækkunin mest í Ævisafni I. Talsverðar sveiflur hafa verið í ávöxtun þessara safna á árinu. Þannig hækkuðu söfnin á fyrstu vikum ársins, lækkuðu í febrúar en í mars varð svo hækkun á ný. Hækkunin skýrist að mestu af hækkun erlendra eigna en hlutfall þeirra er frá  11% í Ævisafni III til 45,7% í Ævisafni I. Styrking krónunnar hefur dregið talsvert úr hækkunum á erlendum eignum, mælt í íslenskum krónum.  Söfn sem eingöngu fjárfesta í innlánum eða ríkisskuldabréfum hækkuðu um 0,7 – 1,1% frá áramótum og hefur ávöxtun þeirra verið nokkuð stöðug.   Nánar er hægt að glöggva sig á ávöxtun sjóðsins í línuritum, töflum og á upplýsingablöðum með því að smella hér.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.