Ársfundur 2020 – Almenni
 • Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Ársfundur 2020

11. mars 2020

Ársfundur 2020

Frestast um óákveðinn tíma

Vegna sérstakra aðstæðna hefur ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins verið frestað um óákveðin tíma. Fundurinn verður auglýstur með minnst tveggja vikna fyrirvara þegar aðstæður hafa breyst og ákvörðun liggur fyrir. Framboðsfrestur til stjórnar frestast einnig og miðast við viku fyrir endanlega dagsetningu

Dagskrá.

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Ársskýrsla 2019 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
 3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
 5. Kosning stjórnar.
 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
 7. Ákvörðun um laun stjórnar.
 8. Önnur mál.

Ársfundurinn verður auglýstur nánar síðar.

Stjórnarkjör
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal skila framboðum til aðalstjórnar ekki síðar en viku fyrir ársfundinn. Hægt verður að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.

Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Á ársfundi sjóðsins lýkur kjörtímabili Ólafs H. Jónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur, aðalmanna, og Helgu Jónsdóttur, varamanns. Í aðalstjórn skal kjósa eina konu og einn karl til þriggja ára en í varastjórn skal kjósa eina konu til þriggja ára.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.