Ársfundur 2022

01. apríl 2022

Ársfundur 2022

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2022 var haldinn fimmtudaginn 31. mars 2022 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Á fundinum flutti Hulda Rós Rúriksdóttir stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Tíu frambjóðendur voru um tvö laus sæti í aðalstjórn auk þess sem eitt sæti var laust í varastjórn. Að þessu sinni voru einungis laus sæti karla í aðalstjórn en báðum kynjum var heimilt að bjóða sig fram í varastjórn. Mikill áhugi reyndist á stjórnarsætunum en tíu frambjóðendur voru um sætin tvö í aðalstjórn en níu um sætið í varastjórn.

Í fyrsta sinn stóð Almenni fyrir rafrænni kosningu í stjórn sem tókst vel  en rúmlega fjórföldun var á kjörsókn í ár samanborið við síðustu kosningu. Niðurstaða kosninganna var að Þórarinn Guðnason og Már Wolfgang Mixa voru kjörnir í aðalstjórn en Frosti Sigurjónsson hlaut kosningu í varastjórn.

Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins voru kynntar og samþykktar auk þess sem Ernst & Young ehf. var sjálfkjörið sem endurskoðunarfélag sjóðsins fyrir reikningsárið 2022.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.