Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins 2018

08. desember 2017

Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins 2018

Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins fyrir árið 2018 var undirrituð af stjórn sjóðsins þann 22. nóvember 2017.

Fjárfestingarstefnan er birt í heild sinni á vefsíðu sjóðsins, sjá hér.  Helstu breytingar sem gerðar eru í fjárfestingarstefnu fyrir árið 2018 eru eftirfarandi:

  • Vægi einstakra flokka innlendra skuldabréfa í fjárfestingarstefnunni hefur verið breytt, m.a. til samræmis við vægi einstakra útgefanda á skuldabréfamarkaði. Þannig hefur hlutfall veðskuldabréfa (sjóðfélagalána) verið aukið í fjárfestingarstefnu samtryggingarsjóðs. Á móti lækkar m.a. hlutfall ríkisskuldabréfa.  Þessi þróun endurspeglar þá breytingu sem orðið hefur á íbúðalána­markaði.  Íbúðalánasjóður er ekki lengur stærsti lánveitandi húsnæðislána til einstaklinga, það hlutverk hefur færst til fjármálastofnana og lífeyrissjóða.  Búast má við að þessi þróun haldi áfram á næstu árum og það mun endurspeglast í fjárfestingarstefnu sjóðsins.
  • Stefna um fjárfestingar milli erlendra eignaflokka hefur tekið breytingum á þann veg að hlutfall framtakssjóða sem fjárfesta í erlendum skuldabréfum og/eða lánasamningum (credit funds/private debt) hefur verið aukið. Þá hefur einnig hlutfalli milli erlendra vísitölusjóða, virkra hlutabréfasjóða og framtakssjóða (private equity) verið hnikað til.

Ný lög um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða tóku gildi þann 1. júlí 2017.  Nokkrar breytingar eru gerðar á eignaflokkum (magntakmörkun) og einnig á hámarksvægi á útgefendur (mótaðilaáhætta).  Öll söfn Almenna lífeyrissjóðsins eru innan þeirra marka sem tilgreind eru í nýjum lögum.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.