Fjórföld kjörsókn

01. apríl 2022

Fjórföld kjörsókn

Tíu frambjóðendur um tvö sæti

Mikill áhugi var á stjórnarkjöri í Almenna lífeyrissjóðnum sem haldið var rafrænt dagana 24. til 30. mars síðastliðinn. Í boði voru tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn.

Kjörtímabili þeirra Odds Ingimarssonar og Davíðs Ólafs Ingimarssonar í aðalstjórn og Oddgeirs Ágústs Ottesen í varastjórn lauk en þeir sóttust ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu. Því var ljóst að von var á endurnýjun. Að þessu sinni voru einungis laus sæti karla í aðalstjórn en báðum kynjum var heimilt að bjóða sig fram í varastjórn.

Öllum frambjóðendum gafst kostur á að kynna sig á heimasíðu sjóðsins með upplýsingum um starfs- og námsferil, stuttu kynningarbréfi og myndbandi.

Mikill áhugi var á stjórnarsætunum en tíu manns buðu sig fram í tvö laus sæti í aðalstjórn en níu í eitt laust sæti í varastjórn. Nokkur óvissa var um kjörsókn þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Almenni stendur fyrir rafrænu stjórnarkjöri. Mikill áhugi reyndist líka vera á kosningunni sjálfri en rúmlega fjórfalt meiri kjörsókn var í ár samanborið við þegar kosið var með hefðbundnu fyrirkomulagi á ársfundi.

Tilkynnt var um niðurstöðuna á ársfundi sjóðsins.Niðurstaða kosninganna var að Þórarinn Guðnason og Már Wolfgang Mixa voru kjörnir í aðalstjórn en Frosti Sigurjónsson hlaut kosningu í varastjórn.

Nýjum stjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið um leið og öllum frambjóðendum er þakkað framboðið og kjósendum þátttökuna.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.