Fréttir af stjórn
24. apríl 2024
Verkaskipting og breytingar
Á fyrsta stjórnarfundi eftir ársfund 4. apríl 2024 var Sigríður Magnúsdóttir endurkjörin formaður stjórnar og Arna Guðmundsdóttir varaformaður. Þær hafa gegnt embættunum frá árinu 2023. Sigríður hefur setið í stjórn sjóðsins frá árinu 2017 og var síðast endurkjörin vorið 2023. Sigríður er annar eigenda á Teiknistofunni Tröð og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Arna var endurkjörin í stjórn sjóðsins á ársfundinum í apríl og hefur setið í stjórn frá árinu 2018. Hún starfar sem lyflæknir og innkirtlalæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og á eigin læknastofu.
Á fundinum var einnig lokið við að skipa í endurskoðunarnefnd árið 2024 til 2025 og er nefndin skipuð eftirtöldum aðilum.
Helga Harðardóttir, endurskoðandi, formaður. Kosin á ársfundi.
Eiríkur Þorbjörnsson, tæknifræðingur. Kosinn á ársfundi.
Þórarinn Guðnason, hjartalæknir. Tilnefndur af stjórn.
Kristján Davíðsson sem kosinn var í varastjórn Almenna á ársfundinum hefur tekið sæti í stjórn Landsbankans og tekur því ekki sæti í varastjórn Almenna. Kristján var fyrst kosinn varamaður í stjórn Almenna árið 2019. Samkvæmt ákvæðum í samþykktum verður nýr varamaður í stjórn kosinn á næsta ársfundi. Sjóðurinn þakkar Kristjáni fyrir samstarfið.