Góður ársfundur að baki

08. apríl 2016

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2016 var haldinn fimmtudaginn 7. apríl á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2015 en auk þess var kosið í tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn. Tímabili Odds Ingimarssonar stjórnarformanns og Ragnars Torfa Geirssonar í aðalstjórn lauk, sem og Önnu Karenar Hauksdóttur varamanns. Oddur Ingimarsson stjórnarformaður tilkynnti í ræðu sinni að vegna anna við nýhafið doktorsnám gæfi hann ekki kost á sér í stjórn að þessu sinni.

Á fundinum voru þeir Davíð Ólafur Ingimarsson og Sigurjón H. Ingólfsson kjörnir í aðalstjórn til þriggja ára. Í varastjórn voru kjörin þau Ragnar Torfi Geirsson til þriggja ára og Anna Karen Hauksdóttir til eins árs.

Á fundinum flutti Oddur Ingimarsson skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu og loks kynnti Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Á fundinum var m.a. sagt frá tillögum Félags íslenskra tryggingafræðinga um breyttar lífslíkur og möguleg áhrif á sjóðinn. Verði útreikningi á lífslíkum breytt er líklegt að sjóðurinn þurfi að efna til sjóðfélagafundar í haust og leggja til breytingar á iðgjaldi og/eða lífeyristökualdri, sjá nánar í ræðu stjórnarformanns.

Á ársfundinum voru lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum sem voru allar samþykktar.

Ræða stjórnarformanns Odds Ingimarssonar
Glærur frá fundinum
Tryggingafræðileg athugun 2015
Ársskýsla 2015

Breytingar á samþykktum sem voru samþykktar

Fundargerð ársfundarins má sjá hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.